Haven Rescue Home (HRH) er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna.
Í Kenía ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu.
Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngu þinni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni.
Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér. Mörg heimili taka við ungabörnum sem fjölskyldur gefa frá sér, en aðeins örfá heimili eru starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn.