HRH leitast við að sú vinna sem fram fer á heimilinu sé fagleg og geri skjólstæðingana sterka til að geta framfleytt sér og börnum sínum.
Á heimilinu eru átta starfsmenn, mentaðarfullur félagsráðgjafi, sálfræðingur í hlutastarfi, leikskólakennari ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa unnið lengi á heimilinu og fengið tilheyrandi þjálfun.
Auk þess að reka heimili fyrir ungar mæður styður félagið við ungt fólk í sínu nærumhverfi til náms auk þess að hjálpa í flestum tilfellum einstæðum mæðrum að stofna til reksturs til að framfleyta sér og börnum sínum.